Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í litla eyríkinu Tuvalu, sem er mitt á milli Ástralíu og Hawaí. Eyjaklasinn var áður bresk nýlenda en er nú eitt einangraðasta samfélag í heimi.
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í litla eyríkinu Tuvalu, sem er mitt á milli Ástralíu og Hawaí. Eyjaklasinn var áður bresk nýlenda en er nú eitt einangraðasta samfélag í heimi. Eina uppspretta hreins vatns á Tuvalu er rigningarvatn en nú hafa þurrkar geisað svo vatnsforði eyjaskeggja er nánast að engu orðinn. Stjórnvöld segja vatnsbirgðirnar duga í tvo daga til viðbótar og hafa óskað eftir aðstoð. Íbúarnir eru aðeins um 11 þúsund talsins.