Esther J. Hafliðadóttir fæddist á Ísafirði 20. september 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. september 2011.
Esther var jarðsett í kyrrþey að eigin ósk frá Fossvogskapellu 21. september 2011.
Elsku Esther, mikið var okkur létt í hjartanu þegar við fengum símtalið um að þú værir loksins búin að fá hvíldina þína langþráðu. Þó svo að það sé alltaf erfitt að kveðja þá sem manni þykir vænt um líður manni samt vel að hafa fengið þau forréttindi að kynnast svona yndislegri manneskju eins og þú varst elsku frænka.
Það eru margar góðar minningar sem við eigum um þig og munum geyma með okkur eins og það þegar við keyrðum saman á aðfangadagskvöld og skoðuðum öll jólaljósin eða hlustuðum á þig segja sögurnar þínar. Jólin verða nú örugglega skrítin í ár að hafa þig ekki með okkur til að púa jólavindilinn og njóta samverunnar. En þú munt örugglega vera með okkur og líta eftir gullmolunum þínum eins og þú kallaðir krakkana okkar. Elsku Esther frænka takk fyrir allar góðu stundirnar.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Hvíl í friði elsku frænka.
Anna, Sæmundur,
Sigurður Gísli, Markús Andri og Elín Elísabet.