Nýlega fékk Fríkirkjan í Reykjavík að gjöf tvo hátíðarhökla ásamt sexstólum fyrir presta til að skrýðast.
Sigurborg Bragadóttir formaður Kvenfélags Fríkirkjunnar, sem er elsta kirkjukvenfélag landsins, færði söfnuðinum gjöfina og sr. Hjörtur Magni Jóhannsson tók við henni fyrir hönd kirkjunnar. Kvenfélagið hefur gefið Fríkirkjunni flestalla hennar fegurstu gripi í 112 ára sögu hennar. Það var listakonan Margrét Árnadóttir kvenfélagskona, sem saumaði höklana.
Safnaðarfélögum Fríkirkjunnar við Tjörnina hefur fjölgað stöðugt mörg undanfarin ár síðastliðið ár bættust 621 nýskráðir félagar við, samkvæmt upplýsingum frá kirkjunni. Heildarfjöldi safnaðarfélaga fer nú brátt að nálgast tíunda þúsundið.