Hátt er til lofts og vítt til veggja og ekki skemmir það stemninguna hvernig garðurinn flæðir inn í stofu.
Hátt er til lofts og vítt til veggja og ekki skemmir það stemninguna hvernig garðurinn flæðir inn í stofu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Belo Horizonte í Brasilíu stendur 370 ferm. hús á frábærum stað. Húsið er hannað af Anastasia-arkitektastofunni. Í hönnuninni spilar steinsteypa fallega á móti gegnheilum við. Stíllinn á húsinu er svolítið gamaldags og ákaflega heillandi.

Í Belo Horizonte í Brasilíu stendur 370 ferm. hús á frábærum stað. Húsið er hannað af Anastasia-arkitektastofunni. Í hönnuninni spilar steinsteypa fallega á móti gegnheilum við. Stíllinn á húsinu er svolítið gamaldags og ákaflega heillandi. Hátt er til lofts og vítt til veggja og ekki skemmir það stemninguna hvernig garðurinn flæðir inn í stofu.

Á þessum slóðum er allt annað veðurfar en við þekkjum hérlendis og því er áherslur í hönnun allt aðrar. Í húsinu er lagt mikið upp úr því að það verði ekki of heitt innandyra og sjá opnanlegu viðarflekarnir til þess. Þegar hitinn verður óbærilegur er gott að fá sér sundsprett í lauginni.