[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skrímslið Cthulhu hefur í seinni tíð orðið að n.k. dægurmenningarfyrirbrigði. Cthulhu birtist fyrst í vísindaskáldsögum H. P.

Skrímslið Cthulhu hefur í seinni tíð orðið að n.k. dægurmenningarfyrirbrigði. Cthulhu birtist fyrst í vísindaskáldsögum H. P. Lovecraft og á að vera allra skrímsla skelfilegast, eins konar vængjað kolkrabbaskrímsli sem bíður eftir því að sleppa laust og gera mannkyninu lífið leitt.

Í dag birtist Cthulhu t.d. í teiknimyndunum South Park, söngvum Metallicu, í alls kyns glensmyndböndum á YouToube og svo í leikfangabúðum á netinu.

Þessar skemmtilegu litlu styttur eru nýjasta viðbótin við Cthulhu-æðið, en eins og myndirnar bera með sér er Ctulhu hér orðinn að agalegu krútti, og mættur til að krútta heiminn í spað.

Hægt er að fá styttuna málaða í hefðbundnum grænum skrímslalit, einnig ómálaða fyrir þá sem vilja fá útrás fyrir eigin listrænu hvatir, og svo sjálflýsandi útgáfu. Svartar og rauðar sérútgáfur eiga enn að finnast á stangli ef vel er leitað í netbúðunum. Og að sjálfsögðu fylgja öskrandi fórnarlömb með.

My Little Cthulhu má m.a. finna á eBay og er alengt verð í kringum 30 dali.

ai@mbl.is