[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gunnhildur Garðarsdóttir , Guðrún Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústsdóttir taka þátt í heimsmeistaramótinu í skylmingum sem fram fer í Cataniu á ítalíu 8.-16. október. Þær stöllur keppa allar í skylmingum með höggsverði og eiga þær að keppa 10. október.
Gunnhildur Garðarsdóttir , Guðrún Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústsdóttir taka þátt í heimsmeistaramótinu í skylmingum sem fram fer í Cataniu á ítalíu 8.-16. október. Þær stöllur keppa allar í skylmingum með höggsverði og eiga þær að keppa 10. október. Alþjóðaskylmingasambandið FIE bauð Gunnhildi að taka þátt í æfingabúðum sem tengjast mótinu. Æfingabúðirnar standa yfir í heila viku fyrir mótið.

Hrafn Kristjánsson er hættur þjálfun kvennaliðs KR í körfuknattleik. Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn í hans stað. Hrafn mun einbeita sér að þjálfun karlaliðs KR sem hann stýrði til sigurs á Íslandsmótinu í vor. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri. Síðan hefur hann m.a. þjálfað hjá Hamri, Val og Leikni Reykjavík.

Bandaríska körfuknattleikskonan Kieraah Marlow hefur gert samkomulag við Snæfell í Stykkishólmi um að leika með kvennaliði félagsins í Iceland Express-deildinni á komandi leiktíð. Kieraah er 26 ára gömul, 178 cm á hæð, er frá Coatesville Pennsylvania og gekk í Gergetown-háskólann.

Breski langhlauparinn Mo Farah var kjörinn frjálsíþróttakarl ársins í Evrópu af Frjálsíþróttasambandi Evrópu. Franski spretthlauparinn Christophe Lemaitre varð annar og breski heimsmeistarinn í 400 m grindahlaupi, David Greene , hreppti þriðja sætið. Farah átti afar gott ár á hlaupabrautinni. Hann varð heimsmeistari í 5.000 m hlaupi á HM í Daegu í ágúst og hlaut annað sæti í 10.000 m hlaupi.