Öl Ásgeir Sigurvinsson með ölkrúsina og sendiherrann sér við hlið.
Öl Ásgeir Sigurvinsson með ölkrúsina og sendiherrann sér við hlið. — Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Oktoberfest var sett í fyrradag á Kex hosteli við Skúlagötu og var það sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen sem dældi fyrsta bjórnum í krús og færði Ásgeiri Sigurvinssyni, fyrrum knattspyrnumanni. Októberfest stendur til 9.
Oktoberfest var sett í fyrradag á Kex hosteli við Skúlagötu og var það sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen sem dældi fyrsta bjórnum í krús og færði Ásgeiri Sigurvinssyni, fyrrum knattspyrnumanni. Októberfest stendur til 9. október með tilheyrandi ölkneifun. Eigendur Kex pöntuðu sérstaklega fyrir hátíðina glás af lítrabjórkrúsum sem merktar eru staðnum og verður á hátíðinni boðið upp á þýskan mat á borð við svínaskanka, saltkringlur og pylsur, mat sem minnir á Oktoberfest. Þá verður þjónustufólk staðarins klætt bæverskum klæðum, leðurstuttbuxum og kjólum sem nefnast Dirndl.