— Ljósmynd/Kristján Kristjánsson
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff tyllti sér meðal nemenda í Giljaskóla á Akureyri meðan forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, gekk á meðal nemenda.

Forsetafrúin Dorrit Moussaieff tyllti sér meðal nemenda í Giljaskóla á Akureyri meðan forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, gekk á meðal nemenda. Tilefni heimsóknarinnar var forvarnardagurinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins, en þau heimsóttu einnig Lundarskóla, Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann.

Forsetaembættið stendur að þessum degi ásamt fleiri aðilum. Á heimasíðu átaksins segir að unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, séu síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Einnig að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falli mun síður fyrir fíkniefnum. Á heimasíðunni kemur fram að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra sé að þau verði fíkniefnum að bráð.