[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bókin Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur er nýútkomin. Það er algjörlega óhætt að mæla sem mest með lestri þessarar bókar sem segir á upplýsandi hátt sögu palestískra flóttakvenna sem fá hæli á Akranesi. Hlátur, grátur og sagnfræði í...
Bókin Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur er nýútkomin. Það er algjörlega óhætt að mæla sem mest með lestri þessarar bókar sem segir á upplýsandi hátt sögu palestískra flóttakvenna sem fá hæli á Akranesi. Hlátur, grátur og sagnfræði í bland.

Maturinn Bollakökur eru frábært og fallegt bakkelsi sem gaman getur verið að föndra við í inniverunni sem gjarnan fylgir haustlægðunum. Það er óhætt að mæla með nýrri bollakökubók Friðriku Geirsdóttur auk þess sem netið getur nýst vel við hugmyndaöflun á þessu sviði.

Tómstundir Það gæti nú verið aldeilis ljómandi skemmtilegt að fjárfesta í nýju borðspili fyrir veturinn. Spilavinir á Langholtsvegi eiga ótrúlegt úrval af ýmsum spilum og sífellt bætist meira við.

Hreyfingin Gönguferð í haustlitunum bætir, hressir og kætir. Stígvél og regnkápa gætu þó reynst nauðsynlegir fylgihlutir.

Menningin Harðbannað er að láta Eldfjall framhjá sér fara, nýja mynd úr smiðju Rúnars Rúnarssonar.