Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, mun á þessu hausti veita þeim, sem misst hafa í sjálfsvígum margvíslegan stuðning: Þannig verður fræðslufyrirlestur um sjálfsvíg í kvöld 6. október kl. 20.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesari er sr.

Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, mun á þessu hausti veita þeim, sem misst hafa í sjálfsvígum margvíslegan stuðning:

Þannig verður fræðslufyrirlestur um sjálfsvíg í kvöld 6. október kl. 20.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesari er sr. Svavar Stefánsson. Húsið verður opnað kl. 19 þar sem fólk getur komið, spjallað og fengið kaffi.

Í kjölfarið eða 10. október fer af stað stuðningshópur fyrir aðstandendur sem verður vikulega á mánudögum kl. 20 í Fella- og Hólakirkju. Umsjón hefur sr. Svavar Stefánsson. Hvert sjálfsvíg skilur oft stóran hóp fólks eftir í sárum og það tekur nánustu aðstandendur undantekningarlaust langan tíma að vinna úr sorginni.