[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kristján Þór Einarsson lék frábærlega á lokahring háskólamóts sem fram fór í Louisianaríki í Bandaríkjunum í gær en Kristján keppir fyrir Nicholls State-háskólann.

K ristján Þór Einarsson lék frábærlega á lokahring háskólamóts sem fram fór í Louisianaríki í Bandaríkjunum í gær en Kristján keppir fyrir Nicholls State-háskólann. Kristján lék lokahringinn á 69 höggum sem er þrjú högg undir pari vallarins og lék best allra á lokadeginum. Kristján náði þó aðeins 41. sæti í einstaklingskeppninni því hann átti tvo slæma hringi á fyrri stigum mótsins en þá lék hann á 80 og 77 höggum.

Landsliðsmaðurinn Egill Þormóðsson fékk að leika lausum hala á ísnum í Skautahöllinni í Laugardal í fyrrakvöld þegar Skautafélag Reykjavík vann stórsigur á Húnum 12:2 á Íslandsmótinu í íshokkí. Egill skoraði fimm mörk í leiknum og var langmarkahæstur SR-inga. Hinn efnilegi Björn Róbert Sigurðsson skoraði tvívegis fyrir SR.

Besta fimleikafólk landsins er nú komið til Japan en þar hefst heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum á morgun. Sex Íslendingar eru á meðal keppenda, þrjár konur og þrír karlar. Konurnar hefja keppni á morgun en fyrir Íslands hönd keppa þær Agnes Su t o , Dominiqua Belaniy og Thelma Rut Hermannsdóttir . Karlarnir byrja á sunnudaginn en þar verja heiður Íslands Bjarki Ásgeirsson og bræðurnir Róbert og Viktor Kristmannssynir .

Erna Þráinsdóttir skoraði 4 af mörkum Silkeborg/Voel og stóð sig vel þegar liðið tapaði fyrir Viborg á heimavelli, 31:27, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Erna og stöllur hennar eru án stiga eftir sex leiki en Viborg er í 1.-2. sæti með 10 stig.