Félag áhugamanna um réttmætt skuldauppgjör undirbýr málsókn á hendur bönkunum fyrir endurútreikning á lánum. Telur félagið að útreikningarnir standist ekki lög og óréttmætt sé að endurreikna alla greidda gjalddaga á lánunum og setja á þá vexti. Um það sé ekkert getið í dómum Hæstaréttar, sem lög um endurútreikning lána byggðust fyrst og fremst á.
„Þetta eru bæði einstaklingar og lögaðilar sem hafa að fullu alltaf staðið í skilum við sína lánardrottna, jafnvel þegar gengisfellingin var sem mest, og hafa aldrei farið á vanskilaskrá. Þetta er fólkið sem hefur verið að safnast saman núna á Austurvelli. Það er farið að sjóða á fólki,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður félagsins. bjb@mbl.is 4