Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FÓTBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Þór/KA féll í gær úr keppni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu þegar liðið tapaði 2:8 fyrir Turbine Potsdam í Þýskalandi. Þær þýsku unnu einnig stórsigur á Akureyri 6:0 og því samanlagt 14:2.

FÓTBOLTI

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Þór/KA féll í gær úr keppni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu þegar liðið tapaði 2:8 fyrir Turbine Potsdam í Þýskalandi. Þær þýsku unnu einnig stórsigur á Akureyri 6:0 og því samanlagt 14:2.

Potsdam hefur verið eitt sterkasta lið Evrópu á umliðnum árum og yfirburðir þeirra komu því ekki mjög á óvart. Liðið byrjaði leikinn í gær af miklum krafti og skoraði strax á 2. mínútu. Staðan var orðin 4:0 eftir einungis tuttugu mínútna leik og þá var útlit fyrir að niðurstaðan gæti orðið enn verri fyrir Akureyringa en raunin varð. Þegar þarna var komið sögu kom ágætur kafli hjá Þór/KA sem vann sig inn í leikinn og Arna Sif Ásgrímsdóttir minnkaði muninn á 34. mínútu eftir aukaspyrnu frá Mateju Zver. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 4:1.

Eftir liðlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik setti Potsdam aftur í fluggírinn og skoraði þá tvö mörk með mínútu millibili. Næsta mark skoraði Þór/KA og var þar á ferðinni Diane Caldwell. Potsdam bætti hins vegar við tveimur og innsiglaði öruggan sigur en leikmenn Þórs/KA eru reynslunni ríkari.

Turbine Potsdam – Þór/KA 8:2

Karl Liebknecht leikvangur í Potsdam, síðari leikur í 32-liða úrslitum Meistaradeildar UEFA, miðvikudag 5. október 2011.

Skot : Potsdam 36 (18) – Þór/KA 9 (6).

Horn : Potsdam 9 – Þór/KA 1.

Lið Potsdam : Ann-Katrin Bergar, Isabel Kerschowski, Chantal de Ridder, Patricia Hanebeck, Jennifer Cramer (Antonia Göransson 46.), Jennifer Zietz, Inka Wesely, Viola Odebrecht (Kristin Demann 46.), Bianca Schmidt (Stefanie Draws 61.), Tabea Kemme, Anja Mittag.

Lið Þór/KA : Helena Jónsdóttir, Gígja Harðardóttir (Amanda Mist Pálsdóttir 80.), Marisha Schumacher-Hodge, Rakel Hönnudóttir, Manya Makoski, Arna Ásgrímsdóttir, Bojana Besic, Mateja Zver, Arna Harðardóttir (Ágústa Kristinsdóttir 67.), Diane Caldwell, María Perez (Katla Ósk Káradóttir 54.).

Dómari : Efthalia Mitsi frá Grikklandi.

*Potsdam komst áfram samtals, 14:2.