Mótmæli Eyjamenn fjölmenntu á samstöðufund í gær þar sem krafist var samgönguúrbóta á milli lands og Eyja.
Mótmæli Eyjamenn fjölmenntu á samstöðufund í gær þar sem krafist var samgönguúrbóta á milli lands og Eyja. — Ljósmynd/Júlíus G. Ingason
Rúm 10% Eyjamanna mættu á samstöðufund um samgöngumál á milli lands og Eyja sem haldinn var á Básaskersbryggju í gær. Eyjamenn krefjast úrbóta og óttast áhrif samgöngutruflana á ferðaþjónustu.

Rúm 10% Eyjamanna mættu á samstöðufund um samgöngumál á milli lands og Eyja sem haldinn var á Básaskersbryggju í gær. Eyjamenn krefjast úrbóta og óttast áhrif samgöngutruflana á ferðaþjónustu.

„Einu svörin sem við fáum eru fleiri skýrslur og enn fleiri afsakanir á þessum mannlegu mistökum sem Landeyjahöfn er. Við höfum ekkert við það að gera, við viljum aðgerðir,“ segir Sigurmundur Einarsson, íbúi í Vestmannaeyjum og einn af aðstandendum fundarins.

„Við mótmælum því að skipið, sem var valið til að hreinsa höfnina, hafi verið óhæft. En fyrst og fremst erum við að mótmæla aðgerðaleysi og gjaldtöku á þjóðveginum á milli lands og Eyja,“ segir Sigurmundur.

Hann segir að Eyjamenn séu þó vongóðir um að Baldur, sem sinnt hefur siglingum á milli Landeyjahafnar og Eyja, muni halda því áfram. Vilyrði þess efnis hefur fengist frá Sæferðum, sem reka Baldur.

Að sögn Sigurmundar hefur ferðaþjónusta í Eyjum orðið fyrir miklum búsifjum vegna óvissu um samgöngur og allt stefni í að svo verði áfram, verði siglt til og frá Þorlákshöfn. „Fólk vill ekki sigla frá Þorlákshöfn. Þetta er 4.200 manna byggðarlag, en það talar enginn um neyðarástand þegar samgöngur hingað liggja niðri.“ annalilja@mbl.is