Bíll Hraðakstur getur verið dauðans alvara.
Bíll Hraðakstur getur verið dauðans alvara. — Morgunblaðið/Ernir
Frakkar taka ökufanta engum vettlingatökum eins og 26 ára maður í Suður-Frakklandi fékk að kenna á í vikunni. Hann var mældur á 225 km/klst ferð og varð það til þess að hann var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Frakkar taka ökufanta engum vettlingatökum eins og 26 ára maður í Suður-Frakklandi fékk að kenna á í vikunni. Hann var mældur á 225 km/klst ferð og varð það til þess að hann var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Lögreglumenn við umferðareftirlit hugðust stöðva manninn er þeir mældu hann á 156 km/klst ferð þar sem hámarkshraði er 130 km/klst. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum, heldur steig bensínið í botn eftir A6-hraðbrautinni milli Lyon og Parísar.

Lagði lögreglan til eftirfarar og dró ekki saman þótt hún æki á 225 km hraða. Þung umferð var á hraðbrautinni þar sem fólk var að snúa heim úr sumarleyfi og vegna slysahættu hætti lögreglan eftirförinni. Hún fann bílinn og ökumanninn síðar á heimaslóðum hans við París.

Er fanturinn loks náðist reyndist hann bæði réttindalaus og á ótryggðum bíl. Hann starfaði sem sölumaður hjá bílasölu í París. Og aukinheldur kom í ljós, að þarna var á ferð ökumaður sem áður hafði verið refsað fyrir akstur án réttinda og m.a. þurft að bera senditæki á ökkla af þeim sökum svo hægt væri að fylgjast með ferðum hans. Við það losnaði hann hálfum mánuði fyrir nýjasta brotið.

Auk þess sem hann þarf að dúsa fimm ár í fangelsi – óskilorðsbundið – var bifreið mannsins, þýskur eðalvagn, gerð upptæk.

agas@mbl.is