Andóf Þátttakandi í mótmælunum með hundinn sinn við deild seðlabankans í San Francisco í gær.
Andóf Þátttakandi í mótmælunum með hundinn sinn við deild seðlabankans í San Francisco í gær. — Reuters
Þúsundir manna tóku í gær þátt í mótmælum í New York gegn fjármálakerfinu og mótmælafundir voru einnig haldnir í fleiri borgum Bandaríkjanna, m.a. Boston, Chicago og Los Angeles. Háskólanemar sýndu víða samhug sinn með því að yfirgefa kennslustofur.

Þúsundir manna tóku í gær þátt í mótmælum í New York gegn fjármálakerfinu og mótmælafundir voru einnig haldnir í fleiri borgum Bandaríkjanna, m.a. Boston, Chicago og Los Angeles. Háskólanemar sýndu víða samhug sinn með því að yfirgefa kennslustofur. Um síðustu helgi voru hundruð manna handtekin eftir að hafa efnt til mótmæla í New York undir kjörorðinu „Hernemum Wall Street“.

The New York Times segir að þessir atburðir hafi gert marga af leiðtogum hefðbundinna stéttarfélaga hugsi. Þeir sjái að óþekktum grasrótarsamtökum gangi mun betur en þeim að vekja athygli og þau nái mun betur til unga fólksins.

Nokkrir leiðtoganna kvarta yfir því að viðleitni þeirra undanfarin tvö ár til að mótmæla bónusgreiðslum og öðrum umdeildum aðgerðum fjármálafyrirtækjanna hafi vakið litla athygli þótt þátttakendur hafi verið mun fleiri en núna.

Lítið var fjallað um 100 þúsund manna mótmælafund þeirra í Washington í fjölmiðlum í október í fyrra. kjon@mbl.is