Mikil viðbrögð voru við haustjafndægragátunni og þakkar Morgunblaðið þátttökuna. Rétt lausn er: Haustmánuður hungur seður, hendast menn og dýr um allt. Í gormánuði gleður veður, gerir á ýli rakt og kalt.

Mikil viðbrögð voru við haustjafndægragátunni og þakkar Morgunblaðið þátttökuna. Rétt lausn er:

Haustmánuður hungur seður,

hendast menn og dýr um allt.

Í gormánuði gleður veður,

gerir á ýli rakt og kalt.

Dregið hefur verið úr réttum lausnum og fá hinir heppnu vegleg bókaverðlaun í boði Pennans Eymundssonar. Grímur Hergeirsson, Kirkjuvegi 22, 800 Selfossi hlýtur bókina Frönsk svíta eftir Irene Nemirovsky, Hinrik Ingi Árnason, Lækjarvaði 1, 110 Reykjavík, fær bókina Reykvíkingar. Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg eftir Þorstein Jónsson, Smári Þorbjörnsson, Fannahvarfi 3, 203 Kópavogi, fær bókina Handbók um íslensku og Jónína Einarsdóttir, Stóru-Reykjum, 801 Selfossi, fær bókina Prjónað úr íslenskri ull. Verðlaunahafar geta vitjað bókanna á ritstjórn Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík.