Mark Tatlow
Mark Tatlow
Mark Tatlow heldur erindi í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ í Sölvhóli í dag kl. 12.00-12.45.

Mark Tatlow heldur erindi í hádegisfyrirlestraröð tónlistardeildar LHÍ í Sölvhóli í dag kl. 12.00-12.45. Í erindinu fjallar Tatlow um uppfærslur á óperum fyrri alda á okkar tímum, en erindið ber titilinn „The (ir)relevance of Early Opera in the 21st century“.

Mark Tatlow hefur starfað sem stjórnandi við l'Opéra de Nice, Hirðleikhúsið í Drottningarhólmi, Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn, Vadstena Academy, FolkOperan, GöteborgsOperan og NorrlandsOperan auk annarra í Skandinavíu og Bretlandi. Hann er listrænn stjórnandi Hirðleikhússins í Drottningarhólmi.