Háskóli Íslands. Einn af 300 bestu.
Háskóli Íslands. Einn af 300 bestu.
Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla í heiminum að mati Times Higher Education Supplement, sem er annar af tveimur helstu matslistum á þessu sviði. HÍ er í 276. sæti.

Háskóli Íslands er kominn í hóp 300 bestu háskóla í heiminum að mati Times Higher Education Supplement, sem er annar af tveimur helstu matslistum á þessu sviði. HÍ er í 276. sæti.

„Það er í raun ótrúlegt að 330 þúsund manna samfélag hafi byggt upp vísinda- og menntastofnun sem nær þessum árangri,“ er haft eftir Kristínu Ingólfsdóttur rektor í frétt frá HÍ, en skólinn fagnar nú aldarafmæli. Meðal þess sem lagt er til grundvallar matinu eru tilvitnanir vísindamanna í verk vísindamanna við HÍ, en þeim hefur fjölgað um meira en 100% á fimm árum. Í tilkynningu frá skólanum segir að fjárframlög til hans séu langt undir því sem gerist hjá ríkjum OECD.

annalilja@mbl.is