Flottur Nýr Kia Picanto er sparneytinn og mengar sáralítið. Grunnverðið á bílnum er sömuleiðis mjög hagstætt eða rétt í kringum tvær millj. kr., eins og nú stendur.
Flottur Nýr Kia Picanto er sparneytinn og mengar sáralítið. Grunnverðið á bílnum er sömuleiðis mjög hagstætt eða rétt í kringum tvær millj. kr., eins og nú stendur.
Nýr Kia Picanto verður kynntur í bílaumboðinu Öskju á laugardag milli kl. 12 og 16. Bíllinn, sem frumsýndur var á bílasýningunni í Genf í vor, hefur verið endurhannaður frá grunni, er lengri en fyrirrennarinn og með meira hjólahaf.

Nýr Kia Picanto verður kynntur í bílaumboðinu Öskju á laugardag milli kl. 12 og 16. Bíllinn, sem frumsýndur var á bílasýningunni í Genf í vor, hefur verið endurhannaður frá grunni, er lengri en fyrirrennarinn og með meira hjólahaf. Hönnun bílsins þykir ákaflega vel heppnuð og hefur hann þegar unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir fallegt og frísklegt útlit.

Nýr Kia Picanto býðst í fimm dyra útfærslu. Tvær nýjar bensínvélar eru í boði, 1,0 og 1,2 lítra sem báðar eru mjög sparneytnar, með lágt mengunargildi og eru því mjög umhverfisvænar. Bíllinn verður beinskiptur en auk þess verður hann boðinn sjálfskiptur með 1,2 lítra vélinni. Kia er með sjö ára verksmiðjuábyrgð á bílum sínum og er eini bílaframleiðandinn sem býður upp á svo langa ábyrgð, að sögn Þorgeirs Pálssonar, sölustjóri Kia hjá Öskju. Grunnverð á nýjum Picanto er rétt tæpar tvær milljónir króna.