Áform um afskriftir á meirihluta skulda sveitarfélagsins Álftaness eru háð því að sveitarfélagið sameinist öðru sveitarfélagi, að sögn Andra Árnasonar hrl., formanns fjárhaldsstjórnar Álftaness.

Áform um afskriftir á meirihluta skulda sveitarfélagsins Álftaness eru háð því að sveitarfélagið sameinist öðru sveitarfélagi, að sögn Andra Árnasonar hrl., formanns fjárhaldsstjórnar Álftaness. Áætlanir fjárhaldsstjórnarinnar miðist við að reksturinn standi aðeins undir sér eftir sameiningu.

Hluti af um eins milljarðs framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Álftaness er vegna sameiningar en í lögum er kveðið á um að sveitarfélög sem sameinist eigi rétt á tilteknum fjárframlögum. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins eru þó um 2/3 hlutar upphæðarinnar sérstakt framlag til Álftaness sem keyrt var í þrot á árunum 2006-2009. 12