Valdimar Samúelsson
Valdimar Samúelsson
Frá Valdimar Samúelssyni: "Montevideo Convention segir að þú getir stofnað þitt eigið land/þjóð samkvæmt lögum samþykktum 1933 í Montevideo, SA. Þessi Montevideo-samþykkt segir líka að land/þjóð skuli tilkynna hvað þeir vilja og að þeir hafi virt alþjóðleg lög."

Montevideo Convention segir að þú getir stofnað þitt eigið land/þjóð samkvæmt lögum samþykktum 1933 í Montevideo, SA. Þessi Montevideo-samþykkt segir líka að land/þjóð skuli tilkynna hvað þeir vilja og að þeir hafi virt alþjóðleg lög.

Þetta er ekki mikill ferill og þetta hefir ekkert að gera með hvað ríkisstjórnin vill. Eignarréttur er eignarréttur. Hver sem á land hér á Íslandi getur þetta og tökum sem dæmi Vestmannaeyjar og aðra stórlandeigendur. Þeir geta samkvæmt þessum Montevidio-lögum stofnað sína eigin þjóð.

Þegar landeigandi hefir ákveðið þetta þá er næsta skref að senda bréf/umsókn til Sameinuðu þjóðanna sem segir að við (stofnendur) munum virða lög þeirra og nefna nafn á landinu. Þetta bréf/umsókn skal stíla á Secretary General hjá U.N. Síðan fer umsóknin til Öryggisráðsins og þar verða 9 af 15 að kjósa með til þess að umsóknin fari áfram. Eins og við vitum með Palestínu þá ráða stóru þjóðirnar fimm, þ.e. Kína, Frakkland, Rússland, Bretland og USA. Ef ein segir nei þá gengur þetta ekki í gegn af þeirra hálfu, þrátt fyrir það getur umsækjandinn verið ríki áfram með sín eigin lög samkvæmt Montevideo-sáttmálanum

Það er ekki ólíklegt að Sameinuðu þjóðirnar segi já ef það er mikilvæg þjóð, s.s. Kína sem á í hlut.

Það þýðir ekki að vera einfaldur í þessum efnum. Sem dæmi: Kínverjar náðu Möltu á sitt band með gjöfum og vaxtalausum lánum sem hentaði þeim vegna legu Suezskurðarins. Ísland er mjög mikilvægt fyrir Kínverja í dag svo það að kaupa land hér er eitt það besta sem þeir geta gert í stöðunni, hvað þá að byggja hótel fyrir sína menn. Eins og vitað er þá eru Kínverjar mjög diplómatískir og hafa alltaf verið þekktir fyrir það en þeir eru engir englar. Ferill þeirra er ekki að byrja í dag og þeir vita allt um litlar eyþjóðir og kynna sér stjórnarfar þeirra.

Þeir vita líka að þeir gætu hvergi keypt landskika í heiminum svo það er spurning hvað er að okkur að vilja selja þeim og erlendum land frá okkur. Erum við svona einföld eða hvað? Spurningin er: Getum við ekki treyst ríkisstjórninni fyrir landinu okkar lengur? valdimar.samuelsson@simnet.is

VALDIMAR SAMÚELSSON,

fyrrverandi flugtæknir.

Frá Valdimar Samúelssyni