Atli Heimir Sveinsson
Atli Heimir Sveinsson
Norrænir músíkdagar hófust í gær með ráðstefnu og síðan opnunartónleikum í Hörpu þar sem flutt voru ný tónverk norrænna tónskálda. Tónlistarhátíðinni, sem stendur fram á sunnudag, verður fram haldið í dag.

Norrænir músíkdagar hófust í gær með ráðstefnu og síðan opnunartónleikum í Hörpu þar sem flutt voru ný tónverk norrænna tónskálda. Tónlistarhátíðinni, sem stendur fram á sunnudag, verður fram haldið í dag. Dagurinn hefst á ráðstefnu um norræna tónlist og norræna samvinnu kl. 9.00 þar sem fram koma fjórir fyrirlesarar, Ruta Pruseviciene, Peter Eriksson, Atli Heimir Sveinsson og Bèr Deuss, og fjalla um hvað sé norrænt við norræna tónlist. Ráðstefnustjóri er Sveinn Einarsson

Kl. 12.15 Tónleikar með færeyskum verkum eftir tónskáldin Andras Olsen og Trónd Bogason. Aldubáran Sinfoniettaflytur verkin sem öll eru að hljóma í fyrsta sinn.

Kl. 19.00 flytja 90 börn úr Tónlistarskóla Hafnarfjardar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar verkið Velodrom eftir Østen Mikal Ore í Norðurljósum. Höfundur stjórnar flutningnum.

Kl. 20.00 Einleiksverk fimm norrænna höfunda flutt í Kaldalóni. Verk eftir Mattias Petersson, Edvin Østergaard, Malin Bång, Thorstein Aagard-Nilsen og Huga Guðmundsson, en einleikarar eru Anna Petrini kontrabassablokkflautuleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Morten Carlsen lágfiðluleikari.

Kl. 22.00 Raftónlist flutt í Norðurljósum og tvinnað saman flutningi á hefðbundin hljóðfæri og tölvu- og raftónlist. Flutt verða verk eftir Kaija Saariho, Juha T. Koskinen, Toke Brorson Odin, Øyvind Torvund og Jexper Holmen. Flytjendur eru Hélène Navasse, Frode Andersen, Guðni Franzson, Kjartan Guðnason, Sigurður Halldórsson, Svava Bernharðsdóttir, Ögmundur Þór Jóhannesson og Ejnar Kanding.