Styrkur afhentur Björn Víðisson, Anna Linda Guðmundsdóttir, Gísli Níls Einarsson og Gyða Eyjólfsdóttir.
Styrkur afhentur Björn Víðisson, Anna Linda Guðmundsdóttir, Gísli Níls Einarsson og Gyða Eyjólfsdóttir.
Eigendur Heyrnartækni hafa afhent Krafti – stuðningsfélagi fyrir ungt fólk, sem greinst hefur með krabbamein, og aðstandendur – styrk að andvirði 537.000 krónur. Heyrnartækni ákvað í tilefni af tíu ára starfsafmæli fyrirtækisins í júní sl.

Eigendur Heyrnartækni hafa afhent Krafti – stuðningsfélagi fyrir ungt fólk, sem greinst hefur með krabbamein, og aðstandendur – styrk að andvirði 537.000 krónur.

Heyrnartækni ákvað í tilefni af tíu ára starfsafmæli fyrirtækisins í júní sl. að leggja góðu málefni lið og láta ákveðna upphæð af hverju heyrnartæki, sem selt var í sumar, renna til Krafts. Með þessu vildi fyrirtækið leggja sitt af mörkum til samfélagsins og hjálpa Krafti að veita ungu fólki, sem gengur í gegnum erfiða lífsreynslu, stuðning og hjálp.

Kraftur hefur lagt áherslu á að efla stuðningsnet félagsins og ákveðið að styrkurinn frá Heyrnartækni renni þangað. Stuðningsnetið býður fólki, sem hefur nýlega greinst með krabbamein, og aðstandendum að komast í samband við einhvern sem hefur gengið í gegnum svipaða reynslu.

Stuðningsfulltrúarnir hafa farið á sérsniðið námskeið hjá Gyðu Eyjólfsdóttur, sálfræðingi Krafts.