Afgangur af vöruskiptum við útlönd nam 65,9 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2011, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Afgangur af vöruskiptum við útlönd nam 65,9 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2011, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma árið áður var vöruskiptajöfnuðurinn jákvæður um 74,3 milljarða króna og var afgangurinn því 8,3 milljörðum króna minni en í fyrra.

Samtals nam útflutningur 397,5 milljörðum króna á tímabilinu, en innflutningur 331,5 milljörðum króna. Verðmæti vöruútflutnings var 47,3 milljörðum eða 13,5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður.

Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 56,7 milljarða króna og inn fyrir 45,6 milljarða króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 11,1 milljarð króna. Í ágúst 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 7,3 milljarða á sama gengi, samkvæmt frétt Hagstofunnar.