Um helgina munu um 400 unglingar koma saman í Fjallabyggð á landsmóti Samfés. Þátttakendur eru frá félagsmiðstöðvum víðsvegar um landið. Landsmót Samfés er einn stærsti viðburðurinn sem Samfés stendur fyrir.

Um helgina munu um 400 unglingar koma saman í Fjallabyggð á landsmóti Samfés. Þátttakendur eru frá félagsmiðstöðvum víðsvegar um landið.

Landsmót Samfés er einn stærsti viðburðurinn sem Samfés stendur fyrir. Öll ungmennin sem taka þátt eiga það sammerkt að vera fulltrúar í nemenda-, félagsmiðstöðva- og/eða ungmennaráðum úti um allt land eða vera afar öflug í félagstengdu starfi í félagsmiðstöðvum landsins.

Á mótinu kennir ýmissa grasa. Unglingunum gefst m.a. kostur á að taka þátt í fjölbreyttum smiðjum s.s. í silfursmíði, útivist og við fjölmiðlun.

Landsmótinu lýkur á sunnudag með Landsþingi ungs fólks. Þar munu mótsgestir ræða um öll þau mál sem brenna á ungu fólki.