Samsýning Verk eftir finnska listamanninn Jukka Korkeila sem sýnt verður í Kling og Bang galleríi.
Samsýning Verk eftir finnska listamanninn Jukka Korkeila sem sýnt verður í Kling og Bang galleríi.
Norræn samsýning um samtímamálverk verður opnuð í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42 í kvöld kl. 20.

Norræn samsýning um samtímamálverk verður opnuð í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42 í kvöld kl. 20.

Sýningin ber yfirskriftina Unaðslögmálið (The Pleasure Principle), en verk á henni eru eftir Birgi Snæbjörn Birgisson, sænska listamanninn Marcus Eek og finnska listamanninn Jukka Korkeila. Sýningarstjóri er Mika Hannula.

Sýning þessara listamanna verður sett upp í Stokkhólmi næsta vor, en er sett svo fyrir að fyrir hverja sýningu búi hver listamaður til ný verk og á meðan á uppsetningu stendur vinna listamennirnir saman, bregðast við verkunum og staðnum og skapa þannig staðbundin verk.

Sýningarstjórinn Mika Hannula og listamennirnir allir eru staddir á landinu til að vinna að sýningunni og verður hluti verkanna unninn á staðnum, beint inn í sýningarrýmið.