Vélmenni Úr Real Steel sem segir af hnefaleikavélmennum. Hugmyndin að myndinni mun byggð á leikföngunum Rock'em Sock'em Robots.
Vélmenni Úr Real Steel sem segir af hnefaleikavélmennum. Hugmyndin að myndinni mun byggð á leikföngunum Rock'em Sock'em Robots.
Eftirtaldar kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum hér á landi í dag.

Eftirtaldar kvikmyndir verða frumsýndar í kvikmyndahúsum hér á landi í dag.

Killer Elite

Hasartryllir sem segir af fyrrum sérsveitarmanni bresku SAS-sveitanna sem þarf að myrða þrjá fyrrum sérsveitarmenn til að bjarga félaga sínum úr klóm ættbálkahöfðingja í Óman. Viðtal við leikstjóra myndarinnar, Gary McKendry, má lesa hér til hliðar. Í aðalhlutverkum eru Robert De Niro, Jason Statham og Clive Owen.

Metacritic: 44/100

What's your Number?

Ally leitar að fyrrum kærasta sínum í von um að hefja samband að nýju. Nágranni hennar, Colin, aðstoðar hana við leitina og í ljós kemur að erfitt getur reynst að finna hinn rétta, fyrrverandi kærasta. Leikstjóri er Mark Mylod og í aðalhlutverkum Anna Faris og Chris Evans.

Metacritic: 35/100

Real Steel

Framtíðartryllir með Hugh Jackman í aðalhlutverki. Bardagakeppnir eru háðar milli vélmenna og eru þær helsta skemmtun almennings. Jackman leikur hnefaleikamanninn Charlie sem verður að leggja hanskana í hilluna þegar vélmennin taka við. Dag einn kemst hann að því að hann á ellefu ára son og saman ákveða þeir að byggja sitt eigið bardagavélmenni og senda það í mestu vélmennahnefaleikakeppni í heimi. Leikstjóri myndarinnar er Shawn Levy og auk Jackman fara með helstu hlutverk Evangeline Lilly og Anthony Mackie.

Metacritic: 62/100

Carlos

Sönn saga af morðingjanum og hryðjuverkamanninum Ilich Ramírez Sánchez sem var betur þekktur sem Carlos eða Sjakalinn. Um myndina segir á vef Bíó Paradísar: „Eftir fjölda sprengjuárása öðlaðist Carlos heimsfrægð þegar hann réðist til atlögu á höfuðstöðvar OPEC í Vínarborg með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. Hann var um árabil einn eftirsóttasti glæpamaður heims.“ Leikstjóri myndarinnar er Olivier Assayas en með aðalhlutverk fara Édgar Ramírez, Alexander Scheer og Alejandro Arroyo.

Metacritic: 94/100

Auk fyrrnefndra mynda verður heimildarmynd Sigursteins Mássonar og Kristjáns Guy Burgess um Guðmundar- og Geirfinnsmálið, Aðför að lögum, frá árinu 1997 endursýnd í Bíó Paradís. Í sama bíói verður sýnd kvikmynd Alejandro Jodorowsky, Fando y Liz og kvikmyndaklúbburinn Deus ex cinema sýnir finnsku myndina Túndan eftir Aku Louhimies.

Íslenska kvikmyndin Á annan veg hefur einnig verið færð yfir í Bíó Paradís og halda sýningar á henni áfram þar.