Vinsæll „Við erum búin að selja hátt í tíu ML bíla þó enn séu nokkrir mánuðir þangað til bíllinn kemur,“ segir Sigurður Pálmar Sigfússon sölustjóri Öskju.
Vinsæll „Við erum búin að selja hátt í tíu ML bíla þó enn séu nokkrir mánuðir þangað til bíllinn kemur,“ segir Sigurður Pálmar Sigfússon sölustjóri Öskju.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ný og sparsamari kynslóð M-línu frá Mercedes Benz. Ný viðmið í eyðslu og útblæstri. Þægindi og staðalbúnaður.

Þriðja kynslóð lúxusjeppans Mercedes-Benz, M-línunnar, er væntanleg til Íslands um nk. áramót. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa fyrir litla eldsneytisnotkun og lítinn útblástur. Að meðaltali yfir alla línuna lækkar eldsneytisnotkunin um fjórðung miðað við fyrri gerðir. Lúxusjeppinn ML 250 BlueTEC kemur nú með sparneytinni fjögurra strokka díselvél í stað 3ja lítra, V6 vélarinnar í fyrri gerð.

Athyglisverður árangur

Bíllinn kemst 1.500 km á einum 93 lítra tanki, sem skilar honum hringveginn og gott betur. Er hann með krafta í kögglum því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm.

„Þessum athyglisverða árangri hefur Mercedes-Benz náð með nýrri kynslóð BlueTEC dísilvéla og BlueDIRECT bensínvéla með SCR-útblástursbúnaði,“ segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að ML jeppinn hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftirspurnin mikil.

„Við erum búin að selja hátt í tíu ML bíla þótt enn séu nokkrir mánuðir þangað til bíllinn kemur til landsins,“ segir Sigurður. Hann segir að ML 250 BlueTec verði boðinn á 11.490.000 kr. en 350 BlueTec verður á 12.900.000 kr.

Mikill staðalbúnaður

Staðalbúnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þetta, ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu, ýmsum aðgerðum sem draga úr viðnámi og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í flokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Fjöðrunarkerfið í öllum gerðum M-línunnar er nú með höggdeyfum með aðlögunarhæfni. Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika.

sbs@mbl.is