Skák Teflt á Íslandsmótinu í Rimaskóla.
Skák Teflt á Íslandsmótinu í Rimaskóla. — Morgunblaðið/Golli
Íslandsmót skákfélaga hefst nú um helgina í Rimaskóla í Grafarvogi. Fyrsta umferð er í dag, föstudag, kl. 20. Um 400 skákmenn á öllum aldri og öllum styrkleika munu tefla.

Íslandsmót skákfélaga hefst nú um helgina í Rimaskóla í Grafarvogi. Fyrsta umferð er í dag, föstudag, kl. 20. Um 400 skákmenn á öllum aldri og öllum styrkleika munu tefla.

Meðal gesta er Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sem er hér á landi í boði Taflfélags Reykjavíkur. Karpov mun verða viðstaddur setningu mótsins.

Einnig munu margir aðrir frægar kappar mæta til leiks en mikil leynd ríkir yfir liðsskipan félaganna sem fæst vilja gefa upp sína liðsskipan fyrirfram.

Þó munu margir af sterkustu skákmönnum landsins mæta til leiks, s.s. stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson, Héðinn Steingrímsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Henrik Danielsen.