London Bretar vilja spretta úr spori úti á vegunum og að hámarkshraði verði hækkaður. En meðan annað er bannað er hægt að leyfa sér að taka flugið við Tower Bridge, einkennistákn heimsborgarinnar.
London Bretar vilja spretta úr spori úti á vegunum og að hámarkshraði verði hækkaður. En meðan annað er bannað er hægt að leyfa sér að taka flugið við Tower Bridge, einkennistákn heimsborgarinnar. — Reuters
Alls 95% ökumanna í Bretlandi brjóta hraðatakmarkanir. Flestir vilja ekki auknar sektir.

Bresk könnun leiðir í ljós að 94,6% þarlendra ökumanna viðurkenna að þeir brjóti hraðatakmarkanir á hraðbrautum landsins, 1,9% vita ekki hvort þeir gera það og 3,5% segjast aldrei fara yfir löglegan hámarkshraða. Flestir aðspurðra vilja að hámarkshraði verði aukinn og benda á að David Cameron forsætisráðherra myndi auka vinsældir sínar með því og enn frekar yrðu álögur á bensín og dísilolíu lækkaðar.

Alls 59% styðja ekki auknar sektir við brotum á hraðatakmörkunum og 81% taldi að aukinn hámarkshraði myndi engin neikvæð áhrif hafa á umhverfismarkmið bresku ríkisstjórnarinnar. Það virðist því sem flestar reglugerðir varðandi bílanotkun og álögur á notkun þeirra séu í mikilli óþökk landsmanna í Bretlandi. Skyldi það sama vera upp á teningnum hérlendis?

finnurorri@gmail.com