Töfrar Kossar hafa mögnuð áhrif.
Töfrar Kossar hafa mögnuð áhrif.
• Sýnt hefur verið fram á að þeir karlar sem á hverjum degi kveðja sína heittelskuðu með kossi áður en þeir halda til vinnu, þéna meira en þeir sem ekki gera það. • Þegar fólk kyssist ósköp sakleysislega brennir það 5 kaloríum.

• Sýnt hefur verið fram á að þeir karlar sem á hverjum degi kveðja sína heittelskuðu með kossi áður en þeir halda til vinnu, þéna meira en þeir sem ekki gera það.

• Þegar fólk kyssist ósköp sakleysislega brennir það 5 kaloríum. Með því að auka innileika kossins eykst brennslan upp í allt að 30 kaloríur. Til samanburðar má geta þess að við einnar mínútu göngutúr brennir fólk ekki nema 4-5 kaloríum. Af þessu má glögglega sjá hversu brennandi og grennandi kossar eru.

• Varir okkar eru hundraðfalt næmari en fingurgómarnir. Þetta gerir það að verkum að púlsinn hækkar upp í 100 slög á mínútu við kossaflens.

• Ástríðufullur koss kemur af stað sama efnaflæði í heila okkar og fer af stað þegar við skjótum af byssu. Augljóslega eigum við að gera meira af því að elskast en minna af því að fara í stríð.

• Að meðaltali kyssa (venjulegar) konur tæplega átta menn áður en þær finna hinn eina sanna og gifta sig.