Eiginmaðurinn kallar úr eldhúsinu; Gefðu þessum þætti tækifæri. Ekki útiloka þetta strax í upphafi.

Eiginmaðurinn kallar úr eldhúsinu; Gefðu þessum þætti tækifæri. Ekki útiloka þetta strax í upphafi.

Húsmóðirin sest með kvöldskammt sinn af súkkulaðinu fyrir framan skjáinn og reynir að vera með opinn huga þó að svipbrigði hennar gefi enga gleði til kynna.

Þátturinn byrjar og húsmóðirin ranghvolfir augunum eftir fyrstu fimm mínúturnar; Æi, þetta er svona dæmigerður strákaþáttur. Þetta er ógeðslegt. Eiginmaðurinn hvetur húsmóðurina áfram; Horfðu á aðeins meira. Ég er viss um að þú hefur gaman af þessu. Húsmóðirin er treg til en hlýðir beiðni síns ektamanns.

Á fyrsta þætti hafa framleiðendur Game of Thrones beitt agni sínu á húsmóðurina og húkkað hana auðveldlega. Nú bíður hún eftir sunnudagskvöldum og kippir sér ekkert upp við stöku hálshögg, kviðristur og annan eins viðbjóð.

Fullyrðingin um að karlar vilji bíómyndir og þætti þar sem margir deyja hratt en konur þar sem fáir deyja hægt fellur allt í einu um sjálft sig.

Hið flókna fjölskyldu- og valdamynstur þáttanna hefur veitt húsmóðurina í vef sinn.

Signý Gunnarsdóttir