Magn makríls á hafsvæðinu í kringum Ísland, Færeyjar og um Austurdjúp, allt að ströndum Noregs, er metið hafa verið um 2,7 milljónir tonna í sumar.

Magn makríls á hafsvæðinu í kringum Ísland, Færeyjar og um Austurdjúp, allt að ströndum Noregs, er metið hafa verið um 2,7 milljónir tonna í sumar. Þar af er talið að 1,1 milljón tonn hafi verið innan íslenskrar efnahagslögsögu eða um 42% samkvæmt niðurstöðum sameiginlegs leiðangurs Íslendinga, Færeyinga og Norðmanna.

Í leiðangri sömu þjóða sumarið 2010 var heildarmagnið metið 4,4 milljónir tonna en svipað magn innan íslenska hafsvæðisins og nú. Það sem er helst talið skýra muninn á heildarmagninu milli ára er að leiðangurinn nú náði yfir minna hafsvæði. Niðurstöður sumarsins staðfesta að elsti makríllinn ferðast lengst í ætisgöngunum.