Í dag er haldið tækni- og hugverkaþing í Hamri, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð kl. 12.15-17.00. Fyrirsögn þingsins er Nýsköpun – uppspretta verðmæta.

Í dag er haldið tækni- og hugverkaþing í Hamri, húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð kl. 12.15-17.00.

Fyrirsögn þingsins er Nýsköpun – uppspretta verðmæta.

Fjallað verður um stöðu og starfsskilyrði tækni- og hugverkafyrirtækja á Íslandi og hvernig stjórnvöld, stoðkerfi og atvinnulíf geta unnið saman að því að koma nauðsynlegum umbótum í framkvæmd. Meðal framsögumanna eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.