Aðdáun vakti í ágúst þegar Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, „fann“ tvö forn, grísk leirker við köfun í Svartahafinu. Á sjónvarpsmynd sést ráðherrann halda á brotum úr kerunum. „Strákarnir og ég fundum þau,“ segir hann.

Aðdáun vakti í ágúst þegar Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, „fann“ tvö forn, grísk leirker við köfun í Svartahafinu.

Á sjónvarpsmynd sést ráðherrann halda á brotum úr kerunum. „Strákarnir og ég fundum þau,“ segir hann. Nú hefur talsmaður hans, Dímítrí Peskov, að sögn Guardian viðurkennt að um sviðsetningu hafi verið að ræða. Fornleifafræðingar hafi komið gripunum fyrir á staðnum.