Mörg dæmi eru um að farþegar í flugi drekki of mikið og missi stjórn á sér, komið hefur fyrir að flugstjóri hefur þurft að snúa við og lenda til að afhenda lögreglunni drukkna flugdólga.

Mörg dæmi eru um að farþegar í flugi drekki of mikið og missi stjórn á sér, komið hefur fyrir að flugstjóri hefur þurft að snúa við og lenda til að afhenda lögreglunni drukkna flugdólga.

Sumir sem þjást af slæmri flughræðslu mæta auk þess augafullir um borð, hafa reynt að deyfa óttann með áfengi. Dálkahöfundur sem ritar á vefsíðu ABC -stöðvarinnar bandarísku nefnir mörg dæmi. Nýlega hafi bresk, 25 ára kona í Virgin-þotu hellt í sig viskíi, gripið síðan í flugþjón og heimtað að hann ætti mök við sig. Kominn sé tími til að íhuga áfengisbann í flugi.