Nú er lag fyrir konur á öllum aldri að skunda norður til Akureyrar (ef þær eiga ekki heima þar) og njóta Dömulegu dekurdaganna sem hófust á Akureyri í gær.
Nú er lag fyrir konur á öllum aldri að skunda norður til Akureyrar (ef þær eiga ekki heima þar) og njóta Dömulegu dekurdaganna sem hófust á Akureyri í gær. Dekurdagarnir standa fram á sunnudag og þegar er búið að klæða miðbæ Akureyrar bleikum slaufum af tilefninu. Þetta er í fjórða sinn sem þeir eru haldnir en þetta er helgi þar sem vinkonur, systur, mæðgur, frænkur og vinnufélagar njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt saman. Heilmargt verður um að vera og verslanir og fyrirtæki bjóða upp á ýmiskonar dömulega afslætti. Dömulegu dekurdagarnir voru settir í Borgarbíói í gærkvöldi þegar dömuleg forsýning var á kvikmyndinni „What´s your number“ og fengu bíógestir skemmtilegan glaðning. Af viðburðum helgarinnar má nefna heimsókn í Innbæinn þar sem nokkur fyrirtæki hafa tekið höndum saman um að vera í dömulegum gestgjafagír, á Græna hattinum verða tónleikar með Mugison og Bloodgroup en Greifarnir spila í Hofi. Konukvöld verður í Centro, ýmsar fjölbreyttar uppákomur á Glerártorgi, Skvísukvöld í Sjallanum og margt fleira. Full ástæða er til að hvetja allar dömur þessa lands til að hópast saman, njóta samverunnar og alls þess dekurs sem í boði verður.