Miðjupúði Púði milli ökumanns og framsætisfarþega er nýjung sem Chevrolet bílar verða fyrstir með.
Miðjupúði Púði milli ökumanns og framsætisfarþega er nýjung sem Chevrolet bílar verða fyrstir með.
Nýjung væntanleg í bíla framleiðandans eftir tvö ár. Eykur öryggi talsvert.

Chevrolet er fyrsti bílaframleiðandinn sem býður bíla sína með öryggispúða milli ökumanns og framsætisfarþega. Þessi nýjung verður í nokkrum bílgerðum Chevrolet frá og með 2013 árgerðinni.

Öryggispúðinn er hugsaður til að vernda farþega frammí hvorn frá öðrum við hliðarárekstur og einnig ökumann ef hann er einn í bílnum og ekið er á hægri hlið hans. Hann kemur einnig að miklu gagni við veltur. Staðsetning hans er í stokki milli framsætanna.

Rannsóknir sýna að 11% dauðaslysa ökumanna verða vegna árekstra frá hægri hlið. Tilkoma þessara púða ætti að hjálpa mikið er slík óhöpp verða og vonandi lækka þessa tölu.

finnurorri@gmail.com