7. október 1954 Minjasafn Reykjavíkur var stofnað. Þrettán árum síðar var því skipt í skjalasafn (síðar nefnt Borgarskjalasafn) og minjasafn (Árbæjarsafn). 7. október 1959 Bjarghringur úr danska skipinu Hans Hedtoft fannst rekinn í Grindavík.

7. október 1954

Minjasafn Reykjavíkur var stofnað. Þrettán árum síðar var því skipt í skjalasafn (síðar nefnt Borgarskjalasafn) og minjasafn (Árbæjarsafn).

7. október 1959

Bjarghringur úr danska skipinu Hans Hedtoft fannst rekinn í Grindavík. Skipið fórst við Grænland 31. janúar sama ár og allir sem með því voru, 95 manns. Annar hringur fannst við Kötlutanga tveimur vikum síðar og var þetta það eina sem fannst úr skipinu svo öruggt sé.

7. október 1966

Breska hljómsveitin Herman Hermits lék í Austurbæjarbíói. Dúmbó og Steini og Dátar hituðu upp fyrir þessi fimm hárprúðu ungmenni, eins og blöðin orðuðu það.

7. október 1989

Sýning var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins í tilefni þess að 150 ár voru síðan uppfinning Daguerre, föður ljósmyndunarinnar, var kynnt í París. Á sýningunni var meðal annars mynd frá 1850 af Rannveigu Hallgrímsdóttur, systur Jónasar skálds.

7. október 2008

Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Landsbankans og Glitnis, á grundvelli neyðarlaga sem samþykkt voru daginn áður, og skilanefndir voru skipaðar.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.