Bílar Silfurlitir bílar í Bretlandi eru mun fleiri en ökumenn óska þar óska.
Bílar Silfurlitir bílar í Bretlandi eru mun fleiri en ökumenn óska þar óska.
Nærri 60% ökumanna í Bretlandi aka bílum í þeim lit sem þeim líkar alls ekki. Þetta er meginniðurstaða könnunar sem þar var gerð með þátttöku þrjú þúsund ökumanna. Óskalitur karlmanna er svartur og 31% þeirra vildi aka þannig litum bíl og 30% kvenfólks.

Nærri 60% ökumanna í Bretlandi aka bílum í þeim lit sem þeim líkar alls ekki. Þetta er meginniðurstaða könnunar sem þar var gerð með þátttöku þrjú þúsund ökumanna. Óskalitur karlmanna er svartur og 31% þeirra vildi aka þannig litum bíl og 30% kvenfólks. Aðeins 14% karlmanna og 12% kvenna aka þó svörtum bílum. Næstvinsælasti liturinn er silfur og 17% karla og kvenna myndu kjósa þann lit en 25% karla og 24% kvenna aka þannig litum bíl svo þar er veruleg umframeftirspurn.

Þriðji vinsælasti litur karlmanna er blár með 16% fylgi en hjá konunum er það rauður með 15% fylgi. Þó að sívaxandi hrifning sé á hvítum bílum eru 4% þjóðarinnar á slíkum bíl en 6% vilja aka á bíl í þeim lit. finnurorri@gmail.com