Gildi Nýræktarstyrkþegar Bókmenntasjóðs við afhendingu í Nýlistasafninu.
Gildi Nýræktarstyrkþegar Bókmenntasjóðs við afhendingu í Nýlistasafninu.
Nýræktarstyrkir Bókmenntasjóðs fyrir árið 2011 voru afhentir í Nýlistasafninu í gær. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon en teljast hafa ótvírætt menningarlegt gildi.

Nýræktarstyrkir Bókmenntasjóðs fyrir árið 2011 voru afhentir í Nýlistasafninu í gær. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon en teljast hafa ótvírætt menningarlegt gildi.

Að þessu sinni hlutu styrki myndasögutímaritið Aðsvif , sem ritstjóri þess er Andri Kjartan Jakobsson; unglingabókin Játningar mjólkurfernuskálds eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem Forlagið gefur út, barnabókin Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur sem Forlagið gefur út, skáldsagan Sláttur eftir Hildi Knútsdóttur sem Forlagið gefur út og bókverkið / myndljóðið Hold og hjarta - líkamlegu ljóðin sem unnið er upp úr bók Magneu frá Kleifum, Hold og ljóð . Ljóðin eru klippiljóð auk myndljóða með fókus á líkamlegt og tilfinningalegt efni, sjónræn útfærsla í ljóðum byggðum á titli bókarinnar. Ragnhildur Jóhanns er höfundur verksins, en útgefandi er ófundinn.

Í tilkynningu frá Bókmenntasjóði kemur fram að umsóknum um Nýræktarstyrki hafi fjölgað töluvert frá því að þeim var fyrst úthlutað árið 2008. Það ár bárust níu umsóknir um fimm styrki, en í ár bárust þrjátíu umsóknir um fimm styrki að upphæð 200.000 kr..