— Reuters
Fangar í Ayutthaya-héraði, um 80 km norðan við Bangkok í Taílandi, vaða í gegnum vatnselginn við fangelsið í gær, þeir voru fluttir í annað fangelsi vegna monsúnflóðanna sem herja nú á landsmenn.
Fangar í Ayutthaya-héraði, um 80 km norðan við Bangkok í Taílandi, vaða í gegnum vatnselginn við fangelsið í gær, þeir voru fluttir í annað fangelsi vegna monsúnflóðanna sem herja nú á landsmenn. Reynt er að beina vatni frá at Wat Chaiwatthanaram, víðfrægu búddamusteri í Ayutthaya-borg. Minnst 224 hafa látið lífið í flóðum í landinu síðan í júlí. Vatnselgurinn hefur valdið skemmdum í 58 af alls 77 héruðum, þar af stórtjóni í 25 og hafa yfir tvær milljónir manna lent í vanda vegna hamfaranna. Spáð er meiri rigningu næstu daga.