[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fabio Capello , landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, valdi ekki Wayne Rooney í hópinn sem mætir Spánverjum og Svíum í æfingaleikjum á næstu dögum.

F abio Capello , landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, valdi ekki Wayne Rooney í hópinn sem mætir Spánverjum og Svíum í æfingaleikjum á næstu dögum. Capello vill prófa aðra leikmenn í stöðu Rooneys sem verður að öllum líkindum ekki með liðinu í riðlakeppni Evrópumótsins í sumar. Þá vekur einnig athygli að Capello velur Jack Rodwell , tvítugan leikmann Everton, og Daniel Sturridge, 22 ára leikmann Chelsea. Þá fær framherji Aston Villa, Gabriel Agbonlahor , tækifæri í fremstu víglínu í fjarveru Rooneys.

Ekki er pláss fyrir Rio Ferdinand , varnarmann Manchester United, en John Terry , fyrirliði Chelsea, er í hópnum þrátt fyrir meint kynþáttaníð í garð Antons Ferdinands í leik liðanna á dögunum.

E rnir Hrafn Arnarsson átti enn einn stórleikinn með liði sínu Düsseldorf sem tapaði þó fyrir Essen 30:27 á heimavelli. Ernir Hrafn skoraði sex mörk og var markahæstur leikmanna Düsseldorf. Tvö markanna skoraði Ernir Hrafn úr vítakasti. Staðan í hálfleik var 16:12 heimamönnum í vil en Essen sneri stöðunni sér í vil í seinni hálfleik.

G eoffrey Mutai frá Kenía fagnaði sigri í New York-maraþoninu í gær. Mutai kom í mark á nýju brautarmeti en hann rann skeiðið á 2.05,6 klukkstundum en hann bar einnig sigur úr býtum í Boston-maraþoninu. Þetta er besti tími sem náðst hefur í maraþonhlaupi. Í kvennaflokki kom Firehiwot Dado frá Eþíópíu fyrst í mark en hún hljóp kílómetrana 42 á 2.23,15 klukkustundum.

Svisslendingurinn Roger Federer vann sitt fyrsta tennismót í 10 mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á móti sem lauk í Basel í Sviss í gær en Basel er fæðingarstaður Federers. Svisslendingurinn hafði betur á móti hinum 21 árs gamla Japana Kei Nishikori í úrslitaleik, 6:1 og 6:3.

S ölvi Geir Ottsen og Ragnar Sigurðsson voru í miðvarðarstöðunum hjá dönsku meisturunum í FC Köbenhavn þegar þeir lögðu Lyngby, 3:0, í dönsku úrvalsdeildinni í gær.