Iker Romero
Iker Romero
Spánverjar hrósuðu sigri á Super-Cup-handboltamótinu sem lauk í Þýskalandi í gær. Í lokaumferðinni lögðu Spánverjar lið Þjóðverja, 27:23 og Svíar höfðu betur á móti Dönum, 26:23.

Spánverjar hrósuðu sigri á Super-Cup-handboltamótinu sem lauk í Þýskalandi í gær. Í lokaumferðinni lögðu Spánverjar lið Þjóðverja, 27:23 og Svíar höfðu betur á móti Dönum, 26:23.

Spánverjar unnu alla leiki sína og fengu 6 stig, Svíar urðu í öðru sæti með 4 stig, Danir í þriðja sæti með 2 stig en Þjóðverjar ráku lestina með ekkert stig.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu viðureign Spánverja og Þjóðverja og þóttu þeir standa vel fyrir sínu en þeir dæma í úrslitakeppni EM í Serbíu í janúar.

Markus Richwien var markahæstur í liði Þjóðverja með 6 mörk en hjá Spánverjum voru þeir Rocas, Aguingalde, Garcia, Romerto og Canellas með 3 mörk hver. gummih@mbl.is