Joachim Löw
Joachim Löw
Leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu og landsliðsþjálfarinn Joachim Löw fá 300 þúsund evrur á mann, sem jafngildir 47,5 milljónum króna, ef Þjóðverjar verða Evrópumeistarar næsta sumar en úrslitakeppnin verður haldin í Póllandi og Úkraínu.

Leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu og landsliðsþjálfarinn Joachim Löw fá 300 þúsund evrur á mann, sem jafngildir 47,5 milljónum króna, ef Þjóðverjar verða Evrópumeistarar næsta sumar en úrslitakeppnin verður haldin í Póllandi og Úkraínu.

Þjóðverjar hafa þrisvar sinnum hampað Evrópumeistaratitlinum og þeir þykja allt eins líklegir til að bæta þeim fjórða við en Þjóðverjar unnu alla leiki sína í undankeppninni og eru afar öflugir undir stjórn Joachim Löw.

Komist Þjóðverjar í átta liða úrslit fær hver leikmaður í sinn hlut 50 þúsund evrur, tæpar 8 milljónir. Þeir fá 100 þúsund evrur fyrir að komast í undanúrslit og 150 þúsund evrur komist þeir í úrslitaleikinn.

Þjóðverjar mæta Úkraínumönnum í Kiev í æfingaleik í næstu viku og taka síðan á móti Hollendingum í Hamburg hinn 15. þessa mánaðar. gummih@mbl.is