— Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Hrein tilviljun réð því að aflaskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Kristina EA sigldu saman inn Eyjafjörðinn á laugardaginn.
Hrein tilviljun réð því að aflaskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Kristina EA sigldu saman inn Eyjafjörðinn á laugardaginn. Skipin voru á leið í heimahöfn á Akureyri eftir síldar- og makrílvertíðina, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja hf. sem gerir skipin út. Í baksýn gnæfir Kaldbakur, hæsta fjall við norðanverðan Eyjafjörð.