Skattlagning séreignasparnaðar Mig langar til að vekja athygli á því að ef fólk ætlar að taka út af séreignasparnaði sínum, t.d. 200.000 kr., þá er tekinn af því venjulegur skattur, eða um það bil 21%, ef þú ákveður að taka meira en 200.000 kr., t.d.

Skattlagning séreignasparnaðar

Mig langar til að vekja athygli á því að ef fólk ætlar að taka út af séreignasparnaði sínum, t.d. 200.000 kr., þá er tekinn af því venjulegur skattur, eða um það bil 21%, ef þú ákveður að taka meira en 200.000 kr., t.d. 200-500.000 kr., þá er tekinn af því um 40% skattur, skattþrep 2. Maðurinn minn tók 400.000 kr. út af séreignasparnaði sínum og fékk 238.000 kr. lagðar inn á reikninginn sinn. Svo er ég viss um að þegar gerð verður skattaskýrsla þá verður þetta reiknað sem laun, þannig að þá þurfum við að borga aftur skatt af þessum peningum. Það er alltaf verið að stela af okkur. Því segi ég: Hættum að setja í banka og setjum peningana bara undir koddann. Það er alltaf verið að segja okkur að spara, en þetta er bara rugl.

Hansína.

Listafélag Verslunarskólans

Listafélagið sýnir nú verk í nokkur skipti sem heitir Drepið á dyr. Ég fór á generalprufuna og heillaðist af hæfileikum nemenda. Ég hvet fólk til að sjá þessa sýningu.

Listunnandi.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12
velvakandi@mbl.is