Sökum talsverðrar umræðu um eineltismál síðusta daga hafa Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, sent frá sér yfirlýsingu þar sem m.a.

Sökum talsverðrar umræðu um eineltismál síðusta daga hafa Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, sent frá sér yfirlýsingu þar sem m.a. kemur fram að þau telji eineltismál ekki verða leyst með þöggun eða aðgerðarleysi og benda jafnframt á að eineltismál verða ekki leyst með yfirlýsingum í fjölmiðlum.

Einelti gegnsýrir skólana

Segja samtökin líðan þeirra barna sem fyrir einelti verða mestu máli skipta og benda á skyldu skólayfirvalda til að bregðast við slíkum málum af festu og finna á þeim ásættanlega lausn í samráði við foreldra barnanna. Einelti eigi því ekki að vera einkamál á milli geranda og þolanda því það gegnsýri allt skólastarfið. Er því m.a. í ljósi þess mikilvægt að skólayfirvöld grípi snemma inn í atburðarásina. Í yfirlýsingu SAMFOK segir einnig að allir grunnskólar landsins eigi að búi yfir eineltisáætlun og að þeim sé ætlað að vinna eftir slíku plani þegar mál sem þessi koma upp í skólum. „Fagurorðaðar eineltisáætlanir geta gefið foreldrum falskt öryggi því þær eru aðeins orð á blaði þar til þeim er hrint í framkvæmd og viðhaldið,“ segir í yfirlýsingu. SAMFOK bendir á skyldu skólaráða skólanna til að fylgjast með að slíkt sé gert.