Anna Soffía Víkingsdóttir
Anna Soffía Víkingsdóttir
Íslandsmótið í brasilísku jiu jitsu var haldið um helgina í fjórða skipti og voru keppendur rúmlega 50 talsins sem komu frá sex félögum Margar skemmtilegar og spennandi glímur sáust á mótinu en svo fór að Sighvatur Magnús Helgason úr Mjölni og Anna...

Íslandsmótið í brasilísku jiu jitsu var haldið um helgina í fjórða skipti og voru keppendur rúmlega 50 talsins sem komu frá sex félögum

Margar skemmtilegar og spennandi glímur sáust á mótinu en svo fór að Sighvatur Magnús Helgason úr Mjölni og Anna Soffía Víkingsdóttir, Ármanni, stóðu uppi sem sigurvegarar í opnum flokkum karla og kvenna. Sunna Rannveig Davíðsdóttir úr Mjölni varð í öðru sæti í opnum flokki en hún varð sigurvegari í -64 kg. flokki. Helga Hansdóttir, Fenri, varð í þriðja sæti í opnum flokki.

Þráinn Kolbeinsson hafnaði í öðru sæti í opnum flokki karla en hann varð hlutskarpastur í -100,5 kg. flokki. Axel Kristinsson varð í þriðja sæti í opna flokknum en hann hrósaði sigri í -64 kg flokki.

Bardagaklúbburinn Mjölnir var sigursælastur á mótinu eins og oft áður og m.a. röðuðu Mjölnismenn sér í þrjú efstu sætin í opnum flokki karla.

Vinsældir íþróttarinnar fara stöðugt vaxandi hér á landi og miðað við taktana sem sáust á mótinu er ljóst að margir þeirra eiga eftir að gera góða hluti hér heima og á erlendri grundu á næstu árum.

Íslandsmeistarar síðustu ára í opnum flokkum karla og kvenna, þau Gunnar Nelson og Auður Olga Skúladóttir, voru ekki með að þessu sinni þar sem þau dveljast bæði erlendis við æfingar. gummih@mbl.is